Karfan er tóm.
Næstu dagana fer fram Norðurlandamót í Listhlaupi á skautum í Álaborg í Danmörku. Helmingur íslenska landsliðsins er að þessu sinni mannað af SA stúlkum. Þær Aldís Kara Bergsdóttir, Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir og Marta María Jóhannsdóttir keppa í stúlknaflokki A og Emilía Rós Ómarsdóttir keppir í unglingaflokki A. Með þeim í för er þjálfarinn þeirra hún Iveta Reitmayerova.
Dagurinn í dag er ferðadagur, en keppni hefst strax á morgun með keppni í stúlknaflokki A og hefst keppni klukkan 11:30 á íslenskum tíma. Keppni í unglingaflokki hefst svo klukkan 15:45.
Við munum að sjálfsögðu fylgjast með gengi stúlknanna og setja inn fréttir af mótinu. Einnig munum við setja inn slóð á streymi, ef mótinu verður streymt á netinu.
Við óskum stelpunum og Ivetu góðs gengis á mótinu.