Karfan er tóm.
Um helgina verður mikið um að vera í hokkíinu þar sem bæði karla- og kvennalandsliðin verð að störfum auk þess sem 3. flokks mót fer fram í Egilshöllinni með tveimur finnskum liðum. HM kvenna hefst í Reykjavík á sunnudaginn og liðið mun hittast í Reykjavík í kvöld og taka æfingaleik gegn strákaliði úr birninum en á morgun verður æfingaleikur gegn Nýja Sjálandi. Það mikilvægt að fá þessa æfingaleiki fyrir heimsmeistaramótið og stilla saman strengi liðsins.
2. æfingabúðir karlalandsliðsins fara fram á Akureyri um helgina. Fækkað var um þrjá leikmenn í hópnum eftir síðustu helgi, en um helgina bætast við strákar úr U18 ára liðinu og samkeppnin um sæti í liðinu harðnar enn frekar. Æfingabúðirnar hefjast á föstudagskvöldið og lýkur á sunnudags eftirmiðdag.
Það verður því nóg um að vera og hvergi slakað á þó úrslitakeppnirnar í meistaraflokkunum sé nú lokið.