Karfan er tóm.
Jötnar og Ynjur eru nú sunnan heiða, en liðin munu etja kappi við Björninn í Grafarvogi í dag. Jötnar hefja leikinn kl. 16:30 en þetta er í fyrsta skiptið í vetur sem þeir mæta Birninum. Um síðustu helgi mættu þeir Húnum og unnu þá með tveimur mörkum en töpuðu svo fyrir Víkingum í vikunni. Björninn hefur einnig spilað tvo leiki, vann Víkinga í fyrsta leik mótsins og svo Húna í vikunni.
Ynjurnar hefja svo leik strax á eftir, en þær unnu Björninn í síðustu viðureign 16 - 2, en þær mega reikna með meiri mótstöðu að þessu sinni og væntanlega verður Karítas komin aftur í markið.