Listhlaupadeildin hefur ráðið nýjan yfirþjálfara

George Kenchadze tók við stöðu yfirþjálfara listhlaupadeildar í byrjun maí. Georg er fæddur í Tiblisi í Georgíu. Þar til hann varð 12 ára keppti hann fyrir hönd Georgíu og vann landsmeistaratitla fyrir Georgíu. Þá var honum boðið að keppa fyrir hönd Búlgaríu. Hann er með víðtæka keppnisreynslu á alþjóðlegum mótum og tók hann meðal annars þrisvar sinnum þátt á Evrópumeistaramóti og heimsmeistaramótum fyrir hönd Búlgaríu. Árið 2012 ákvað hann að hefja keppni í ísdansi og tók hann þátt á Evrópumeistaramótinu 2012 í Ísdansi.

Hann þjálfaði og bjó í nokkur ár í London. Þar náði hann sér í 2. stigs þjálfararéttindi. Hann er með BS gráðu frá ÍþróttaAkademíunni Vasili Levski í Sofia í Búlgaríu með aðaláherslu á skautaþjálfun og 2014 útskrifaðist hann með Meistarapróf í Íþrótta stjórnun.

Hann er sjöfaldur Búlgaríumeistari í listhlaupi á skautum. Sex sinnum sem sóló skautari og einu sinni í ísdansi.

George var yfirþjálfari í Grikklandi  - Thessaloniki í 2 ár hjá Ice Guardians skautaklúbbnum. Síðasta ár starfði hann svo hjá einum af betri klúbbum Hollands BKV Bossche Kunstrijvereniging!


Við bjóðum George velkomin til starfa og hlökkum til þess að starfa með honum á komandi tímabili.