Magga Finns mótið hefst í kvöld - Dagskrá

Í kvöld og um helgina fer fram Minningarmótið um Magnús E. Finnson, eða Magga Finns mótið eins og það er jafnan kallað en þetta er heldrimanna mót sem spilað er árlega hér á Akureyri. Þrír leikir fara fram í kvöld milli liðanna sem æfa hjá Skautafélaginu en svo verður leikið aftur á föstudagskvöld og laugardag þegar sunnan liðin verða komin í bæinn. Dagskránn má finna hér að neðan og hér á jpg.

Sex lið taka þátt í mótinu að þessu sinni: SA-Oldboys, Narfi, Vanir, SHS, SR og Björninn. Vanir eins og þeir kalla sig eru að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn en þeir eru þeir flestir að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og byrjuðu margir ekki að æfa fyrr en í fyrravetur. 

Leikjadagskráin mótsins er sem hér segir:

Miðvikudagur 20. janúar
Kl. 20.15: SA - Narfi
Kl. 21.00: SA - Vanir
Kl. 21.45: Narfi - Vanir

Föstudagur 22. janúar
Kl. 21.15: SA - SHS
Kl. 21.45: Vanir - Björninn
Kl. 22.30: Narfi - SR
Kl. 23.00: SR - SHS

Laugardagur 23. janúar
Kl. 11.05: Narfi - SHS
Kl. 11.35: Vanir - SR
Kl. 12.20: Björninn - SHS
Kl. 16.15: SA - SR
Kl. 16.45: Narfi - Björninn
Kl. 17.30: SHS - Vanir
Kl. 18.00: SA - Björninn
Kl. 18.45: Björninn - SR

REGLUR OG SPILATÍMI
Leiktíminn er 2x15 mín og spiluð er í einni deild þar sem allir spila við alla. Spilað er eftir hefðbundnum reglum með eftir farandi undantekningum.

1. Tæklingar eru ekki leyfðar en þetta er ekki snertingalaust.
2. Í stað tveggja mínútna refsingar er dæmt vítaskot.
3. Í slapskoti er bannað að lyfta kylfu uppfyrir hné.