Karfan er tóm.
Undanúrslit Magga Finns Bikarmóts Krulludeildar fóru fram í kvöld. Mammútar sigruðu Garpa, Freyjur sigruðu Víkinga.
Garpar komust í 3-0 eftir tvær umferðir gegn Mammútum, en síðan ekki söguna meir, Mammútar unnu næstu fjórar umferðir og þar með leikinn, 6-3.
Freyjur náðu fjögurra stiga forystu gegn Víkingum eftir þrjár umferðir og létu þá forystu ekki af hendi, sigruðu 7-2.
Það verða því Mammútar og Freyjur sem mætast í úrslitaleiknum. Mammútar hafa farið taplausir í gegnum bæði mótin í haust og Freyjur hafa unnið til verðlauna í báðum.
Úrslitaleikurinn verður miðvikudagskvöldið 18. desember.
Úrslit leikja (excel-skjal).