Meðaljóninn í krullu

Mynd: Halli
Mynd: Halli


Fjallað verður um krullu í íþróttaþættinum 360 gráður á þriðjudagskvöld.

Þátturinn er á dagskrá Sjónvarpsins á þriðjudagskvöldum og þar eru venjulegir Íslendingar fengnir til að prófa og kynnast hinum ýmsu íþróttagreinum. Í þættinum á morgun - þriðjudaginn 28. febrúar - er röðin komin að krullunni. Þátturinn hefst kl. 20.00. 

Það verður svo bara að koma í ljós annað kvöld hver þessi meðaljón er sem fékk að kynnast krullunni. Var það Jón Grétar Rögnvaldsson, Jón S. Hansen, Jón Ingi Sigurðsson, Ragnar Jón Ragnarsson eða Gísli Jón Kristinsson? Eða var það kannski ekki alvöru Jón?

Auðvitað geta svo allir, bæði meðaljónar og aðrir, kynnst krullunni næstum hvenær sem er og er áhugasömum bent á að setja sig í samband við forsvarsmenn Krulludeildarinnar eða bara mæta á æfingu á mánudags- eða miðvikudagskvöldi í Skautahöllinni á Akureyri.