17.08.2010
Miðvikudaginn 18. ágúst kl. 21:00 verður fundur í Skautahöllinni um verkefni meistaraflokks í vetur. Óskað er eftir því að allir þeir sem hafa hug á því að keppa með meistaraflokki karla í vetur komi á fundinn og fái þar upplýsingar um það sem framundan er.Til stendur að halda úti tveimur liðum í vetur og því þurfum við að breiðum hópi að halda. Því viljum við hvetja alla sem vilja reyna sig að láta sjá sig, bæði eldri leikmenn sem einhvern tíma hafa spilað í meistaraflokki sem og yngri leikmenn úr 2. flokki sem vilja reyna fyrir sér. Annað liðið mun heita Víkingarnir og mun því liði fylgja minni skuldbindingar en "aðalliðinu" því um að gera fyrir sem flesta að koma og fá frekari upplýsingar. Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta, verða að hringja í Josh Gribben í síma 869 6688.