Meistaraflokkur

Skautafélag Akureyrar hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir leiktímabilið 2006-2007. Það er enginn annar en Dr. Hook, rauður nr. 43 Hooking!!  Sveinn"Denni"Björnsson. Denna þekkja flestir vitibornir íshokki unnendur, hann hefur verið með skautafélaginu sem leikmaður og þjálfari hjá yngri flokkum nánast allt sitt líf. Einnig smiðaði hann okkar blessuðu höll einn og óstuddur. :) Denni hefur hefur gefið það út að hann ætli sér að hefja undirbúnings tímabilið um miðjan Júli og það sé eins gott að meistaraflokksmenn mæti, enda megi alveg skera nokkur kíló af nokkrum leikmönnum. :) Einhverjar mannabreytingar verða í hópnum, Clark og og Gunnar þór hafa ákveðið að leggja skautana á hilluna sökum aldurs, og hafa aðrir tilkynnt "comback" í hópinn á ný, nöfn þeirra verða tilkynnt síðar. Ekkert hefur verið rætt um erlenda leikmenn en meira um það síðar. Annars er það að frétta af meistaraflokksmönnum að þeir fagni komu Denna og leikmenn hlakka mikið til komandi leiktímabils undir stjórn Denna. ÁFRAM S.A.!!!!