Miðvikudagurinn er síðasti dagur til að greiða fyrir suðurferð

Undir "lesa meira" eru upplýsingar varðandi greiðslu fyrir keppnisferð á barna- og unglingamót og einnig ýmsar upplýsingar um keppnisferðina sjálfa.

Iðkendur í A & B hópum greiða 8.500 fyrir keppnisferð til Reykjavíkur næstu helgi inn á reikning 1145-26-3770 kt. 510200-3060, NB vinsamlegast skrifið nafn barnsins í athugasemda reitinn og sendið staðfestingu í tölvupósti til artkt@internet.is Innifalið í verðinu er rútuferð, gistin í Egilshöll og matur alla ferðina. Iðkendur þurfa þó að hafa með sér nesti í rútuna á suðurleið. Endilega takið 1000 krónur með til að afhenda fararstjóra við brottför, peningurinn er ætlaður til að kaupa sér gotterí á bakaleiðinni - en í anda íþróttaandans, er sælgæti ekki leyft með í ferðinni. Allir iðkendur þurfa að hafa með sér sæng og kodda eða svefnpoka. Gott er að hafa með aukaskautasokkabuxur, auka skautakjöl (ef til er), hárdóterí, afþreyingarefni s.s. spil. Munið að farsímar eru ekki leyfðir með í ferðinni en hægt er að hafa samband við fararstjóra í símum: 693 5120 (Kristín Þöll), 895-5804 (Allý), 845-8688 (Hulda) og 864-7415 (Hilda). Börnunum er að sjálfsögðu heimilt að hringja hvenær sem er. Helga þjálfari setur einnig inn upplýsingar er varða ferðina frá sér.

Endilega hvetjið vini og ættingja í Reykjavík, til að koma á keppnina í borginni, það hafa allir gaman af því, vinir, vinkonur, afar, ömmur, frænkur og frændur. Það er auk þess skemmtilegt fyrir íþróttina og hvetjandi fyrir iðkendur.

Drög að tímatöflu má finna hér: http://www.skautasamband.is/?mod=news&fun=viewItem&id=174 en dregið verður í keppnisröð á þriðjudagskvöld.

Endilega hvetjið börnin til að mæta með góða skapið og íþróttaandann. Hvetjum börnin til að vera góð við hvert annað og sýna að þau eru partur af liði skautafélags Akureyrar. Endilega hvetja þau til að styðja hvert annað á staðnum. :-)