Karfan er tóm.
Stjórn Minningarsjóðs Magnúsar Einars Finnssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2017.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja félagsmenn í Skautafélagi Akureyrar (SA) til frekari afreka í þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru á vegum félagsins, ferðalaga, náms vegna þeirra sem og annarra verkefna sem eru félaginu til góða.
Aðild að sjóðnum eiga allir félagsmenn í SA sem og þeir sem vinna fyrir félagið.
Úthlutunarreglur
Félagsmenn í SA geta sótt um styrk til sjóðsins til náms, ferðalaga og annarra verkefna sem teljast til góðs fyrir félagið. Þeir sem æskja styrks úr sjóðnum skulu senda stjórn sjóðsins umsókn með þeim upplýsingum sem stjórn sjóðsins telur nauðsynlegar á þar til gerðu umsóknareyðublaði.
Sjóðurinn styrkir ekki ferðir félagsmanna í landsliðsferðum nema ef leikmaður spilar með öllum landsliðum, þ.e. undir 18 ára, undir 20 ára og senior. Á grundvelli veittra upplýsinga tekur sjóðsstjórn ákvörðun um hvort og hve háan styrk viðkomandi umsækjandi fær.
Styrkjum er úthlutað einu sinni á ári og er umsóknarfrestur 15. janúar á hverju ári, en þá skal úthlutað til málefna sem komið hafa til fyrir áramót (fyrri hluta tímabils) eða munu koma til á seinni hluta tímabils.
Sá sem hlýtur styrk skal í lok verkefnis skila til sjóðsstjórnar samantekt og afriti af afurð verkefnisins og lýsingu á hvernig til hefur tekist með verkið.
Umsóknareyðublað
Umsóknareyðublað (pdf) má nálgast á heimasíðu skautafélagsins sem og facebook síðu. Útfylltum umsóknum skal svo skilað á mef@sasport.is.
Í valmyndinni til vinstri á forsíðu sasport.is er tengill á reglur sjóðsins (pdf) og umsóknareyðublað (pdf).