Karfan er tóm.
Kæru foreldrar/forráðamenn!
Hér eru nokkrir punktar yfir mikilvæg atriði fram að vorsýningu.
• Aukaæfingar verða fyrir iðkendur í 3. - 7. hóp á sumardaginn fyrsta - fimmtudaginn 23. apríl. Allar upplýsingar eru á www.sasport.is/skautar
• Æfingar falla niður hjá 3. - 7. hóp föstudaginn 24. apríl vegna grunnprófa ÍSS. ATH! Æfing hjá 2. hóp verður á sínum tíma þennan dag.
• Laugardaginn 25. apríl falla allar æfingar niður vegna hokkímóts.
• Sunnudaginn 26. apríl verður opinn tími á ísnum milli 8 og 11 fyrir alla iðkendur í 4. - 7. hóp til að koma og æfa vorsýningaratriði sín. Iðkendur í 3. hóp mega koma og æfa ef þeir vilja líka.
• Generalprufa fyrir iðkendur í 3. - 7. hóp verður milli 11:15 og 12:50 sunnudaginn 26. apríl.
• Vorsýningin okkar verður svo sunnudaginn 26. apríl og byrjar kl. 17:30. Allir iðkendur í 3. - 7. hóp skulu mæta ekki seinna en kl. 16:30 en iðkendur í 1. og 2. hóp skulu mæta ekki seinna en kl. 17:00. Allir skulu reyna að mæta sem mest tilbúnir. Sumir iðkendur í yngri flokkum fá andlitsmálningu hjá þjálfurum þegar þeir mæta, ef einhver er með ofnæmi eða af einhverjum ástæðum getur ekki notað andlitsmálningu vinsamlegast látið Helgu Margréti yfirþjálfa vita í síma 8214258 eða með tölvupósti á helgamargretclarke@gmail.com