Nokkur ný myndasöfn - hokkí og listhlaup

Mynd: Ásgrímur Ágústsson
Mynd: Ásgrímur Ágústsson


Skautafélag Akureyrar er ríkt af áhugafólki um ljósmyndir - og reyndar atvinnumönnum einnig. Félagið hefur notið góðs af því og nú eru komin inn á vefinn nokkur ný myndasöfn.

Það er líklega á engan hallað þótt Ásgrímur Ágústsson sé nefndur hirðljósmyndari SA. Hann hefur tekið gríðarlegt magn ljósmynda af starfi félagsins í gegnum tíðina, meðal annars margar myndir á listhlaupsmótum. Hér er myndasafn Ása frá Haustmóti ÍSS sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í lok september.

Ef smellt er á myndirnar opnast viðkomandi myndasafn. Athugið að stærstu söfnunum, eins og myndasafninu frá Haustmóti ÍSS sem inniheldur vel á áttunda hundrað myndir, er skipt í kafla og þegar flett er á milli mynda og einn kafli endar þarf að velja þann næsta til að halda áfram.

Ásta Jóhanna Þorláksdóttir tók slatta af myndum á Iceland Ice Hockey Cup í Egilshöllinni á dögunum. Við settum inn þrjár með frétt frá mótinu en nú er búið að bæta við fleiri myndum.

Sigurgeir Haraldsson hefur tekið mikið af góðum myndum, aðallega á hokkíleikjum en einnig á nokkrum krullumótum. Hér er nýjasta myndasafn Sigurgeirs, frá leik Jötna og Fálka í mfl. karla sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 13. október.

Og við sögðum frá alþjóðlega stelpuhokkídeginum sem haldinn var á sunnudaginn - og hér eru nokkrar myndir fréttaritara af áhugasömum stelpum að prófa hokkí.