11.07.2010
Unnið er að nýjum prógrömmum / keppnisdönsum að öllu jöfnu í æfingabúðum í ágúst og fyrstu 2 vikum septembermánaðar. Það er í höndum iðkendanna sjálfra og foreldra þeirra að hafa samband við þjálfara (í gegnum tölvupóst) og fá upplýsingar varðandi næsta keppnistímabil; s.s. hvort að iðkandi þyrfi nýjan dans, finna tónlist og fá hana samþykkta hjá þjálfara og svo láta klippa tónlistina í viðeigandi lengd. Flestir iðkendur nota sama dansinn og sömu tónlistina í 1-2 ár og jafnvel lengur, þetta er alltaf matsatriði. Iðendur í 8 ára og yngri C og 10 ára og yngri C fá tónlistina sína hjá þjálfara enda að taka sín fyrstu skref í íþróttinni sem keppendur en ef einhverjar sérstakar óskir eru þá má hafa samband við þjálfarann. Mikilvægt er að iðkendur fái ný prógröm sem fyrst svo að uppbyggingartími fyrir fyrsta mótið sé sem lengstur. Ný prógröm eru a.m.k. 6-8 vikur að verða keppnishæf eftir að dans er tilbúinn!!