Aðalfundur Krulludeildar: Ólafur Hreinsson kjörinn formaður

Mynd: HI
Mynd: HI


Ólafur Hreinsson var í kvöld kjörinn formaður Krulludeildar SA næsta starfsárið í stað Haralds Ingólfssonar sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu. Rekstur deildarinnar réttu megin við núllið. 

Góð mæting var á aðalfundinn og voru störf fundarins hefðbundin eins og kveðið er á um í lögum deildarinnar. Fráfarandi formaður, Haraldur Ingólfsson, flutti skýrslu stjórnar og Davíð Valsson gjaldkeri fór yfir reikninga deildarinnar. 

Haraldur gaf ekki kost á sér áfram sem formaður deildarinnar og var Ólafur Hreinsson, fyrrverandi formaður SA, kjörinn í hans stað. Aðrir í stjórn gáfu kost á sér áfram; Davíð Valsson, Rannveig Jóhannsdóttir, Ólafur Freyr Númason, Rúnar Steingrímsson, Hallgrímur Valsson og Sveinn H. Steingrímsson.

Undir liðnum önnur mál var aðallega rætt um undirbúning, skipulag og framkvæmd alþjóðlega mótsins Ice Cup sem fram fer 1.-3. maí. 

Skýrsla stjórnar (pdf)
Ársreikningur deildarinnar 


Frá aðalfundi Krulludeildar.
Nýr formaður deildarinnar, Ólafur Hreinsson, er lengst til hægri.