Öruggur sigur deildarmeistaranna

Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Mynd: Elvar Freyr Pálsson


Deildarmeistarar Víkinga unnu öruggan átta marka sigur á SR-ingum í lokaleik deildarkeppni Íslandsmóts karla í íshokkí í gær. Víkingar enduðu deildina með átta stiga forskoti á Björninn.

Víkingar voru ekki lengi í gang, komnir með tveggja marka forystu eftir tvær og hálfa mínútu. Andri Freyr Sverrisson skoraði fyrsta markið eftir aðeins fimmtán sekúndur og Ben DiMarco bætti öðru marki við á þriðju mínútu.

En SR-ingar létu ekki valta yfir sig, að minnsta kosti ekki strax. Þeir minnkuðu muninn í 2-1 í fyrsta leikhluta og jöfnuðu svo leikinn í 2-2 í öðrum leikhluta. Þá komu þrjú mörk frá Víkingum. Fyrst var það Andri Freyr Sverrisson sem skoraði sitt annað mark, þá Ingþór Árnason og svo Steinar Grettisson. SR-ingar minnkuðu muninn í 5-3 undir lok annars leikhluta, en innan við mínútu síðar bætti Hafþór Andri Sigrúnarson við sjötta marki Víkinga.

Þriðji og síðasti leikhlutinn var síðan nokkuð í aðra áttina. Víkingar skoruðu fimm mörk en gestirnir ekkert. Lokatölur: Víkingar - SR 11-3 (2-1, 4-2, 5-0).

Víkingar luku deildarkeppninni með átta stiga forystu á Björninn, fengu 43 stig, Björninn 35 og SR 6.

Lokastaðan í deildinni
Leikskýrslan

Mörk/stoðsendingar
Víkingar
Ben DiMarco 2/2
Andri Freyr Sverrisson 2/0
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/1
Steinar Grettisson 1/1
Ingþór Árnason 1/0
Sigurður Reynisson 1/0
Sigurður Sigurðsson 1/0
Ingvar Þór Jónsson 0/4
Jóhann Már Leifsson 0/2
Hilmar Leifsson 0/1
Jón Benedikt Gíslason 0/1
Refsimínútur: 12
Varin skot: 8

SR
Egill Þormóðsson 1/1
Jón Andri Óskarsson 1/1
Daníel Magnússon 1/0
Bjarki Jóhannesson 0/1
Pétur Maack 0/1
Refsimínútur: 8
Varin skot: 45