Öruggur sigur SA á SR

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (23.11.2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (23.11.2013)


SA átti ekki í vandræðum SR þegar liðin mættust á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi. SA sigraði með sjö marka mun. Diljá Sif Björgvinsdóttir skoraði fjögur markanna, þar af þrjú í þriðja leikhlutanum.

Thelma María Guðmundsdóttir skoraði bæði mörk SA í fyrsta leikhluta. Diljá Sif Björgvinsdóttir kom SA í 3-0 í upphafi annars leikhluta, en Vera Ólafsdóttir minnkaði muninn í 3-1 skömmu seinna. Silja Rún Gunnlaugsdóttir bætti við fjórða marki SA aðeins 20 sekúndum eftir að SR minnkaði muninn. Sunna Björgvinsdóttir skoraði svo fimmta mark SA seint í öðrum leikhluta. Það var síðan Diljá Sif sem sá um markaskorunina í lokin, skoraði þrjú mörk í þriðja leikhluta.

Á myndinni með fréttinni er Diljá Sif Björgvinsdóttir í búningi SR, en hún var lánuð til liðsins síðast þegar þessi lið mættust. Þá skoraði hún helming marka SR, tvö af fjórum. Í gærkvöldi skoraði hún helming marka SA, fjögur af átta.

Mörk/stoðsendingar
SA
Diljá Sif Björgvinsdóttir 4/0
Thelma María Guðmundsdóttir 2/0
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 1/0
Sunna Björgvinsdóttir 1/0
Berglind Rós Leifsdóttir 0/3
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 0/1
Lísa Lind Ólafsdóttir 0/1
Marta Magnúsdóttir 0/1
Refsimínútur: 10
Varin skot: 8

SR
Vera Sjöfn Ólafsdóttir 1/0
Refsimínútur: 6
Varin skot: 24

Atvikalýsing.

Með sigrinum er SA komið með þriggja stiga forskot á lið Bjarnarins, en bæði lið hafa leikið sjö leiki. SA hefur 18 stig, en Björninn 15. Næsti leikur SA verður laugardaginn 21. desember þegar lið Bjarnarins kemur í heimsókn til Akureyrar. Leikurinn hefst um kl. 19, eða strax að loknum leik Jötna og Húna.