Öruggur sigur Ynja gegn Birninum

Mynd: Elvar Freyr Pálsson (24.01.2012)
Mynd: Elvar Freyr Pálsson (24.01.2012)


Ynjur sigruðu Björninn með sjö mörkum gegn tveimur í mfl. kvenna á Íslandsmótinu í íshokkí sl. laugardag. Diljá Sif Björgvinsdóttir skoraði þrennu fyrir Ynjur.

Ynjur höfðu frumkvæðið allan leikinn og komust í 2-0 í fyrsta leikhluta með mörkum Elísabetar Kristjánsdóttur og Védísar Áslaugar Valdemarsdóttur, en Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir minnkaði muninn.

Diljá Sif Björgvinsdóttir skoraði eina markið í öðrum leikhluta og kom Ynjum aftur í tveggja marka forystu, 1-3.

Í þriðja leikhluta bætti Hrund Thorlacius við fjórða markinu og svo Diljá Sif því fimmta. Aftur skoraði Steinunn fyrir Björninn og minnkaði muninn í 2-5, en Diljá skoraði sitt þriðja mark og sjötta mark Ynja. Silvía Rán Björgvinsdóttir skoraði svo lokamarkið. Úrslitin: Björninn - Ynjur 2-7 (1-2, 0-1, 1-4).

Mörk/stoðsendingar
Björninn
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 2/0
Kristín Ingadóttir 0/1
Refsingar: 8 mínútur.

Ynjur
Diljá Sif Björgvinsdóttir 3/2
Hrund Thorlacius 1/2 
Elísabet Kristjándsóttir 1/1
Silvía Rán Björgvinsdóttir 1/1
Védís Áslaug Valdemarsdóttir 1/0
Kristín Björg Jónsdóttir 0/1
Díana Mjöll Björgvinsdóttir 0/1
Refsingar: 2 mínútur 

Næsti leikur Ynja verður laugardaginn 29. desember þegar þær mæta SR í Skautahöllinni á Akureyri.