Pítsuveisla, krulluæfing og fyrsta mót

Mynd: Haraldur Ingólfsson
Mynd: Haraldur Ingólfsson

Pítsuveisla og krullæfing mánudaginn 17. september. Akureyrarmótið hefst mánudaginn 24. september. 

Nú ætlum við að keyra krulluvertíðina í gang af fullum krafti og koma saman í fundarherberginu í Skautahöllinni fyrir æfingu mánudagskvöldið 17. september. Í boði verður létt pítsuveisla og gos frá kl. 19.30, spjallað verður um mótadagskrána í vetur og farið yfir það sem framundan er. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir þá liðsstjóra sem vantar leikmenn, eða leikmenn sem vantar að komast í lið, að hittast og búa til eitthvað.

Fyrsta mót vetrarins, Akureyrarmótið, hefst síðan mánudagskvöldið 24. september. Framkvæmd mótsins verður með sama hætti og verið hefur á mótum undanfarna vetur, en sjálft leikjafyrirkomulagið (allir við alla eða riðlakeppni) fer eftir fjölda liða. 

Skráning í Akureyrarmótið stendur fram á sunnudaginn 23. september - skráning fer fram í gegnum sérstaka skráningarsíðu hér

Þátttökugjald verður auglýst síðar, en það verður væntanlega á svipuðum nótum og verið hefur.