Rollingarnir "rúla" í Skautahöllinni á Akureyri um helgina

Enn einusinni er komið að þessari STÓRVEISLU í íslenska hokkíheiminum sem barnamótin eru ávallt.

Þarna taka þátt yngstu "prospektarnir" þ.e. krakkar sem tilheyra byrjendaflokki og upp í 5.flokk en aldur þessara vonarneista og verðandi stórspilara í íshokkí er frá 3ggja til 10 ára af báðum kynjum og fjöldinn er ekkert lítill því á þessu móti verða um 150 þáttakendur. Að venju eru félögin 3 sem senda keppendur, en það eru Björninn sem hefur aðsetur í Egilshöllini í Grafarvogi með 44 keppendur, Skautafélag Reykjavíkur sem æfir í Skautahöllinni í Laugardal með 25 keppendur og svo eru heimamenn þ.e. Skautafélag Akureyrar með 77 keppendur.

Dagskrá mótsins má skoða hér 

Liðsskipan SA á mótinu má skoða hér