Rýr uppskera hjá SA Víkingum

Andri fagnar marki (mynd: Elvar Pálsson)
Andri fagnar marki (mynd: Elvar Pálsson)

SA Víkingar þurftu að sæta sig við eitt stig úr leik sínum gegn SR í gærkvöld en SR fékk tvö stig eftir sigur í vítakeppni. SA missti niður 3-1 forskot í jafntefli í venjulegum leiktíma þar sem SR jafnaði leikinn þegar aðeins 38. sekúndur voru eftir.

SA Víkingar tefldu fram nánast fullskipuðu liði í gær og ekki nóg með það heldur var Hilmar Leifsson aftur kominn í hópinn en hann hefur ekkert spilað með liðinu frá því í úrslitakeppninni í fyrra. Hjá SR mátti sjá gamla brýnið og flugmanninn Kára Valsson aftur í vörninni en hann hefur ekki spilað í deildinni í um 5 ár.

Leikurinn var jafn framan af en SR náði forystunni í fyrstu lotu með marki frá Miloslav Racansky úr slottinu eftir góðann undibúning Arnþórs Bjarnassonar. SA jafnaði metin skömmu síðar þegar Matthías Már Stefánsson tróð pekkinum undir markmann SR-inga eftir að Jussi Sipponen hafði reynt „wrap around“. Bæði lið fengu tækifæri í yfirtölu undir lok lotunnar en SA náði forystunni í sinni yfirtölu þegar Hafþór Andri Sigrúnarsson náði frákasti aftan við mark SR og náði að troða pekkinum inn á nærstöngina.

Það fór að hitna í kolunum í annarri lotunni og nóg að gera hjá riturum leiksins en dómarnir komu á færibandi. SA skoraði snemma í lotunni eftir frábært samspil Jussi Sipponen og Andra Mikaelssonar sem setti pökkinn í opið mark og staðan orðin 3-1 fyrir SA. Bæði lið fengu góð færi í lotunni en fleiri mörk voru ekki skoruð. Brottrekstrarnir voru þó ófáir en Orri Blöndal var sendur í sturtu um miðja lotu eftir barning aftan við mark SA.

SR sóttir stíft frá fyrstu mínútu þriðju lotunnar og voru augljóslega hvergi af baki dottnir. SR minnkaði muninn í eitt mark í byrjun lotunnar með fallegu skoti Daníels Magnússonar upp í mark vínkilinn. Skömmu síðar fengu SR-ingar sankallað dauðafæri sem Steve í marki SA varði vel. SR jafnaði svo muninn tæpum 4 mínútum fyrir leikslok með þrumufleyg frá Miloslav Racansky af bláu línunni. Tveimur mínútum síðar kom Andri Mikaelson SA aftur yfir þar sem hann skautaði utan á vörn SR-inga og hamraði pekkinum upp í þaknetið. SR reyndi hvað þeir gátu að jafna metinn og það heppnaðist þegar 39 sekúndur voru eftir en þá skaut Miloslav Racansky skoti af bláu línunni sem í fyrstu virtist saklaust en pökkurinn flaug yfir alla vörnina og ofan í markið. Leiknum lauk því með jafntefli og farið var í framlenginu þar sem hvorugu liðinu tókst að skora þrátt fyrir að SA hafi spilað 4 á móti 3 síðustu mínúturnar. Í vítakeppninni voru 5 fyrstu skotin varin en Miloslav Racansky reyndist hetja SR og skoraði úr síðast vítinu og tryggði SR sigurinn. Miloslav kláraði leikinn fyrir SR, hann spilaði sem varnarmaður í leiknum en skoraði þó þrjú mörk sem þykkir nokkuð gott af varnarmanni.

Hér má sjá upptöku af leiknum.

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Andri Már Mikalesson 2/1
Matthías Már Stefánsson 1/0
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/0
Jussi Sipponen 0/3 
Sigurður S. Sigurðsson 0/1

Mörk/stoðsendingar SR: 
Miloslav Racansky 4/0
Daníel Steinþór Magnússon 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson 0/1
Arnþór Bjarnason 0/1
Michal Danko 0/1