Karfan er tóm.
SA Ásynjur tóku á móti sameiginlegu liði Reykjavíkurfélaganna á laugardag í Skautahöllinni á Akureyri og unnu sannfærandi 6-0 sigur. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af en staðan eftir fyrsta leikhluta var 1-0 fyrir Ásynjum. Munnurinn á liðunum jókst eftir því sem leið á leikinn og Ásynjur sölluðu inn mörkunum í annarri og þriðju lotu og sýndu mátt sinn og megin.
Það er því orðið nokkuð ljóst þótt stutt sé liðið á tímabilið að erfitt verður fyrir hið nýja sameginlega lið Reykjavíkur að komast í úrslitakeppnina nema það sæki sér erlendan liðsstyrk. Næsti leikur Ásynja er aftur gegn Reykjavík 14. október í Egilshöll.
SA Víkingar unnu á sama tíma stórsigur á SR í Laugardalnum þar sem lokatölur urðu 18-4. SA Víkingar áttu mjög góðann dag og spiluðu frábærlega allar 3 loturnar á meðan SR átti fá svör og nánast gáfust upp undir lok leiks. Jóhann Leifsson var virkilega öflugur í leiknum og skoraði 4 mörk í leiknum rétt eins og Jordan Steger en þetta var í þriðja sinn á tímabilinu sem hann skorar 3 mörk eða fleiri í sama leiknum. Andri Már Mikaelsson skoraði einnig 3 mörk í leiknum en lína þeirra Andra, Jóhanns og Bart sundurspilaði ansdstæðingin hvað eftir annað. SA Víkingar spila næst gegn Birninum í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 7. október.