SA með gull- og silfurverðlaun á Íslandsmótinu í listskautum

Sædís og Freydís ásamt Sergey þjálfara SA.
Sædís og Freydís ásamt Sergey þjálfara SA.

Skautafélag Akureyrar fékk ein gullverðlaun og ein silfurverðlaun á Íslandsmótinu í listskautum sem fram fór í Egilshöll 19. og 20. nóvember. Sædís Heba Guðmundsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Advanced Novice með 66.64 stig en hún fékk 21.63 stig í stutta og 45.01 stig í frjálsa. Í Junior flokki náði Freydís Jóna Bergsveinsdóttir silfurverðlaunum á sínu fyrsta tímabili í flokknum með sínum besta árangri til þessa þar sem hún fékk 96.98 stig en hún fékk 35.06 stig í stutta og 61.92 stig í frjálsa.

SA átti 6 keppendur í heildina á Íslandsmótinu þar sem Ylfa Rún Guðmundsdóttir og Heiðbrá Hekla Sigurgeirsdóttir kepptu í Basic Novice flokki og Helga Mey Jóhannsdóttir og Ronja Valgý Baldursdóttir í Cups. Skautararnir okkar stóðu sig allar með prýði og við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn á Íslandsmótinu.