SA með sigur í fyrsta leik Hertz-deildar kvenna

Fyrsti leikur SA í Hertz-deild kvenna fór fram í Laugardalnum í gær þegar liðið bar sigurorð af liði Reykjavíkur. Þetta er í fyrsta sinn sem einungis 2 lið eru á Íslandsmóti kvenna þar sem Ásynjur og Ynjur Skautafélags Akureyrar hafa sameinast og lið Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur einnig.

Lið Reykjavíkur hefur styrkst töluvert frá síðasta tímabili en fjölmargir leikmenn hafa tekið fram skautanna að nýja, ungar vikrilega efnilegar stelpur eru að koma í gegnum unglingastarf félaganna í Reykjavík og nokkrar stúlkur hafa skipt yfir í lið Reykjavíkur úr SA. Lið Skautafélags Akureyar hefur einnig tekið þó nokkrum breytingum og sést það einna helst á lægri meðalaldri liðsins, þar sem sumir eldri leikmenn hafa lagt skautana á hillnuna og aðrar uppteknar við barneignir.

SA liðið hóf leikinn af krafti í 1.lotu í gær en Silvía Björgvinsdóttir skoraði fyrsta markið á 7.mínútu og Kolbrún Garðarsdóttir bætti við öðru marki stuttu síðar eftir stoðsendingu frá Ragnhildi Kjartansdóttir.  Skautafélag Akureyar var töluvert meira í sókn í lotunni en þó náði Reykjavíkavíkurliðið að setja eitt mark af bláu línunni og var þar að verki Sigrún Árnadóttir.

Í annarri lotu kom Reykjavíkur liðið sterkt inn þegar þær skoruðu þegar 29 sekúndur voru liðnar og staðan orðin 2-2, var það samspil þeirrar Kristínar Ingadóttur og Steinunnar Sigurgeirsdóttur sem kom pekkinum í net gestanna. Mörk Reykjavíkurliðsins urðu þó ekki fleiri í leiknum en SA  skoraði 3 mörk í lotunni, Díana Björgvisdóttir með eitt mark og Berlind Leifsdóttir með tvö.

Í upphafi þriðju lotu var staðan orðin 5-2 SA í vil. Þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar skoraði svo Kolbrún Garðarsdóttir sitt annað mark og síðasta mark leiksins, fallegt mark þegar Reykjavík var einum leikmanni færri. Lokatölur leiksins voru 6-2 en að öðru leyti var þriðja lota tíðindalítil en líkt og í hinum lotunum herjuðu SA stúlkur mikið á mark Reykjavíkur. Karítas átti stórleik í marki Reykjavíkur með 52 varin skot en í liði SA var Kolbrún og Silvía Björgvinsdóttir öflugastar í leiknum og sköpuðu mikla hættu saman. Það er ljósta að það verður spennandi verður að fylgjast með viðureignum þessara liða á komandi tímabili. Næsti leikur þessara liða er 3. nóvember og þá aftur í Laugardal en fyrsti heimaleikur SA er laugardaginn 17. nóvember.

 

 

Mörk og stoðsendingar:
Reykjavík:

Steinunn Sigurgeirsdóttir 0/2
Sigrún Árnadóttir 1/0
Kristín Ingadóttir 1/0
Lena Arnarsdóttir 0/1

Skautafélag Akureyar:
Silvía Bjögvinsdóttir 1/2
Ragnildur Kjartansdóttir 0/3
Kolbrún Garðarsdóttir 2/0
Díana Björgvisdóttir 1/0
Berglind Leifsóttir 2/0