SA stúlkur með tvö sigra í Hertz-deild kvenna um helgina

Úr leikjum helgarinnar (mynd: Þórir Tryggva)
Úr leikjum helgarinnar (mynd: Þórir Tryggva)

SA stúlkur lögðu Fjölni tvívegis um helgina í Hertz-deild kvenna, 9-0 á laugardag og svo 17-0 á sunnudag. SA er því komið með yfirburða stöðu í deildarkeppninni með 15 stig eftir 5 leiki spilaða en Fjölnir er í öðru sæti með 3 stig en eiga einn leik til góða.

Leikirnir voru skemmtilegri á að horfa en lokatölur gefa til kynna þar sem bæði lið sýndu gott spil og liðsleik. SA stúlkur stjórnuðu pökkleiknum á löngum köflum en voru einnig þéttar tilbaka og Birta Björnsdóttir var þar að auki örugg í marki SA og varði öll 27 skot Fjölnis um helgina. Saga Sigurðardóttir var atkvæðamest í markaskorun SA stúlkna með 5 mörk um helgina og þær Arndís Sigurðardóttir og Ragnhildur Kjartansdóttir voru báðar með 3 mörk í seinni leiknum.

Næstu leikir SA eru 5. og 6. mars en þá sækir liðið SR heim í laugardaglinn í tvíhöfða.