Karfan er tóm.
Í gær tók karlaliðið okkar á móti Fjölni hér í Skautahöllinni og báru sigur úr býtum, 3 - 2. Leikurinn var frá upphafi jafn og spennandi og hart var barist frammi fyrir fjölda áhorfenda. Loturnar fóru 1 - 0, 2 - 1 og 0 - 0, og SA átti 30 skot á mark á móti 21 skoti frá Fjölni. Fyrsta mark leiksins skoraði Unnar Rúnarsson í power play eftir sendingar frá Óla Badda og Atla Sveins. Fjölnir jafnaði fljótlega í 2. lotu en Atli Sveinsson jók kom SA yfir eftir "coast to coast" sem byrjaði á sendingu frá markverðinum Róberti Steingrímssyni, sem átti gríðarlega góðan leik í gær. Þriðja markið skoraði svo Marek Vybostok eftir sendingar frá Matthíasi Stefánssyni og Una Blöndal.
Með sigrinum tryggði liðið sér toppsætið í deildin og er með 21 stig eftir 10 leiki, næstir eru SR með 19 stig eftir 12 leiki, Fjölnir með 16 stig eftir 11 leiki og Skautafélag Hafnarfjarðar með 10 stig eftir 11 leiki. Næsti leikur SA verður gegn Fjölni hér heima þann 4. janúar n.k.