SA Víkingar stórgóðir í fyrri leik tvíhöfðans gegn Fjölni

Alex Máni fullkomnar þrennuna (mynd: Ási Ljós)
Alex Máni fullkomnar þrennuna (mynd: Ási Ljós)

SA Víkingar unnu stórsigur, 8-2 á Fjölni í Hertz-deild karla í kvöld. Leikurinn var fyrri leikur tvíhöfða-helgar en SA Víkingar taka aftur á móti Fjölni annað kvöld í Skautahöllinni á Akureyri. Alex Máni Sveinsson átti flottann leik og skoraði þrennu í leiknum.

SA Víkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti í kvöld og settu mikinn þunga í hápressuna frá byrjun og héldu Fjölnismönnum nánast í varnarsvæði sínu fyrstu mínútur leiksins. Það var því alls ekki gegn gangi leiksins þegar hinn 17 ára Alex Máni Sveinsson skoraði sitt fyrsta marki í Hertz-deildinni. Alex komst komst einn inn fyrir vörn Fjölnis og kláraði færið listilega vel og kom Víkingum í 1-0. SA Víkingar skoruðu annað mark fyrir lok lotunnar en Jóhann Már Leifsson prjónaði sig þá í gegnum vörn Fjölnis og hamraði pökkinni í stöngina og inn.

SA Víkingar héldu uppteknum hætti í annarri lotunni og pressuðu Fjölni hátt uppi á vellinum og uppskáru 3 mörk. Alex Máni Sveinsson skoraði sitt annað mark í leiknum með fallegu skoti upp í markvínkilinn á 36. mínútu leiksins. Aðeins mínútu síðar setti Uni Steinn Sigurðsson mikla pressu á varnarmenn Fjölnis sem settu pökkinn nokkuð óvænt í eigið mark. Egill Birgisson skoraði svo fimmta mark Víkinga á 39. mínútu.

SA Víkingar héldu sókn sinni áfram í þriðju lotu en Heiðar Krisveigarsson skoraði fysta mark lotunnar með góðu skoti upp í markhornið. Alex Máni Sveinsson skoraði sjöunda mark Víkinga og sitt þriðja mark í leiknum. Gunnar Arason kom svo Víkingum í 8-0 með laglegu gegnumhlaupi áður en Fjölnismenn náðu að laga stöðuna með tveimur mörkum úr yfirtölum á síðustu mínútum leiksins.

Frábærlega vel spilaður leikur hjá SA Víkingum í kvöld þar sem yngstu leikmennirnir spiluðu stærra hlutverk en áður og skiluðu því virkilega vel. SA Víkingar endurheimta fyrirliðann Andra Mikaelsson á morgun en hann hefur klárað leikbann. Leikurinn á morgun hefst kl. 17:45 og húsið opnar 17:15, við hvetjum fólk til þess að mæta snemma svo allir komist á sinn stað áður en leikurinn hefst.