Karfan er tóm.
Yfirþjálfari Skautafélags Akureyrar Sami Lehtinen hefur lokið störfum fyrir félagið. Sami sem hefur starfað sem yfirþjálfari SA í 3 tímabil á síðustu fjórum árum skilur við félagið á góðum stað en Sami hefur skilað frábæru starfi og skilur eftir sig mikla þekkingu. Meistaraflokkarnir og unglingaliðin sem Sami hefur haft yfirumsjón með hafa vaxið á þessum tíma og verið gríðarlega sigursæl. Sami þjálfaði meistaraflokka félagsins til 5 Íslandsmeistaratitla ásamt fjölmargra titla í unglingaflokkum. Sami tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá EHC Freiburg í DEL2 í þýskalandi á næstu leiktíð.
Við óskum Sami velfarnaðar í nýju starfi og þökkum honum um leið fyrir sitt framlags til Skautafélags Akureyrar.