Siggi og Biggi í sviðsljósinu

Mynd: Ásgrímur Ágústsson
Mynd: Ásgrímur Ágústsson


Sigurður Freyr Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark þegar Jötnar sigruðu Fálka í gærkvöldi. Birgir bróðir hans fékk bara að spila fyrsta leikhlutann.

Ben DiMarco kom Jötnum yfir eftir tæpan stundarfjórðung og var það eina markið í fyrsta leikhlutanum. Það tók síðan óvænt heldur langan tíma að klára fyrstu lotuna því þegar 35 sekúndur voru eftir meiddist einn leikmanna Fálka eftir viðskipti við Birgi Þorsteinsson. Gesturinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, en dómararnir sendu Bigga í sturtu og kom hann því ekki meira við sögu í þessum leik. En á meðan hugað var að leikmanni fálka var ákveðið að liðin færu til búningsklefa og var heflað um leið og sjúkraflutningamenn höfðu athafnað sig. Eftir það var fyrsti leikhluti kláraður (35 sekúndur) og síðan strax farið í annan leikhluta.

Sigurður Freyr Þorsteinsson skoraði annað mark Jötna og var það hans fyrsta meistaraflokksmark. Getur Reynisson fyrirliði bætti svo við þriðja markinu, en hvorugu liðinu tókst að skora í síðasta leikhlutanum. Úrslitin: Jötnar - Fálkar 3-0 (1-0, 2-0, 0-0).

Mörk/stoðsendingar
Jötnar
Ben DiMarco 1/1
Sigurður Freyr Þorsteinsson 1/0
Gestur Reynisson 1/0
Sigurður Sveinn Sigurðsson 0/2
Refsimínútur: 39
Varin skot: 26

Fálkar
Refsimínútur: 2
Varin skot: 21

Atvikalýsing.

Næsti leikur Jötna verður í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 21. desember þegar þeir mæta Húnum frá Skautafélaginu Birninum. Leikurinn hefst kl. 16.30.

Næsti leikur í meistaraflokki verður hins vegar á þriðjudagskvöldið þegar Víkingar halda til Reykjavíkur og mæta SR í Laugardalnum.