Sigur á Fálkum eftir brösótta byrjun

Mynd: Ásgrímur Ágústsson
Mynd: Ásgrímur Ágústsson


Víkingar lögðu Fálka í leik á Íslandsmótinu í íshokkí karla á laugardaginn. Þeir lentu tveimur mörkum undir en sigruðu að lokum, 5-2.

Víkingar lentu tveimur mörkum undir í fyrsta leikhluta. Það var Pétur Maack sem skoraði bæði mörk Fálka, en þar með var því flugi Fálkanna lokið því Víkingar jöfnuðu leikinn í öðrum leikhluta og skoruðu svo þrjú í þeim þriðja. Úrslit: Víkingar – Fálkar 5-2 (0-2, 2-0, 3-0).

Mörk/stoðsendingar
Víkingar
Jóhann Már Leifsson 2/0
Orri Blöndal 1/2
Björn Már Jakobsson 1/1
Sigurður Reynisson 1/0
Andri Freyr Sverrisson 0/1
Gunnar Darri Sigurðsson 0/1
Refsimínútur: 38
Varin skot: 16 (1+6+9)

Fálkar
Pétur Maack 2/0
Bjarki Jóhannesson 0/2
Egill Friðriksson 0/1
Baldur Líndal 0/1
Refsimínútur:  42
Varin skot: 34 (14+12+8)

Leikskýrslan

Myndaalbúm frá Ásgrími Ágústssyni

Næstu hokkíleikir:
Þriðjudaginn 1. október halda Jötnar suður og mæta Birninum í Egilshöllinni. Laugardaginn 5. október verða tveir leikir í Skautahöllinni á Akureyri, Víkingar mæta Húnum í mfl. karla og SA og Björninn eigast við í meistaraflokki kvenna.

Takið laugardaginn frá og njótið þess að horfa á skemmtilega hokkíleiki.