Karfan er tóm.
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir keppti á móti í Sofia í Búlgaríu í fyrradag. Þetta mót er hluti af europeancriterium mótaröðinni sem eru 5 mót samtals í mismunandi löndum.
Í flokknum hennar Ísoldar Fannar kepptu 25 skautarar frá 10 löndum. Ísold Fönn skautaði vel og skilaði Íslandi aftur á efsta þrep á verlaunapallinn með 37,53 stig fyrir 2 min program sem innihélt 7 element.
Ísold er rétt að jafna sig eftir bakmeiðslin á snjóbrettinu um miðjan janúar og hafði ekki mikið skautað síðustu 3 vikur nema síðustu vikuna fyrir þetta mót. Þegar hún gat byrjað að gera 2 min prógrammið aftur, svo það má segja að þetta hafi gengið vonum framar hjá henni.
Til hamingju Ísold Fönn með árangurinn.