Skautafélag Akureyrar Bikarmeistari 2020

Að verðlaunaafhendingu lokinni á Haustmótinu á sunnudaginn var veittur bikar Bikarmótaraðar ÍSS 2020. Er þetta í fyrsta skiptið sem bikarinn er veittur. Í mótaröðinni eru þrjú mót Skautasambandsins og fyrir síðasta tímabil voru það Haustmót, Vetrarmót og Vormót. Skautarar félaganna safna stigum á þessum mótum fyrir félög sín og í lok tímabils stendur það félag uppi sem bikarmeistari sem flest stigum hefur safnað. Haustmót og Vetrarmót 2019 giltu til stiga á síðasta tímabili en fella þurfti Vormót 2020 niður vegna Covid19. Stóð Skautafélag Akureyrar uppi sem sigurvegari Bikarmótaraðar ÍSS og er því Bikarmeistari 2020. Keppendur félagsins tóku á móti farandbikar og eignarbikar við hátíðlega athöfn í dag.