Skautafélag Akureyrar úthlutað úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins í gær og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 91. skipti sem veitt er úr sjóðnum sem rekur starfsemi sína allt aftur til ársins 1936. Úthlutað var tæplega 28 milljónum króna til 63 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.

Skautafélag Akureyrar fékk veglegan styrk úr sjóðnum í ár og einnig skautakonan Sædís Heba Guðmundsdóttir, úr sjóði ungra afreksmanna. Skautafélag Akureyrar þakkar KEA kærlega fyrir framlagið og stuðning við menningar og samfélagsverkefnin.