Skautamaraþon

Iðkendur LSA áttu viðburðaríkan síðasta sólarhring. Áheitaskautun/maraþonskautun LSA fór fram með pomp og prakt, þar sem gleðin skein úr hverju andliti.
Iðkendur tóku daginn í skautaiðkun jafnt á og af ís. Maraþonið stóð frá 8:00-18:00. Þá tók við pizzaveisla í boði foreldrafélagsins. Dagskráin hélt svo áfram með skemmtun og gleði jafnt á ís og í flottu nýju aðstöðu félagsins. Dagurinn endaði svo á að iðkendur fengu að gista í höllinni undir vökulu auga vaskra foreldra.
Við erum endalaust glöð með daginn sem skilaði litlu deildinni okkar góðum aur (ekki vitað enn hver loka talan verður), gleði og samkennd í iðkendahópinn og samveru og nýjum tengslum í foreldrahópnum.
Takk öll sem komuð að deginum fyrir frábæra samveru og gleðilegan dag 🌸⛸️🌸
Stjórn LSA