Skautasamband Íslands boðar til kynningarfundar um drög að afreksstefnu, laugardaginn 14. apríl kl 13:00.

 Á dagskrá fundarins er kynning á drögum að afreksstefnu ÍSS sem lögð verða fyrir á Skautaþingi þann 6. maí n.k. og tíunduð vinna sem þegar hefur verið sett í gang ásamt því ferli sem halda þarf áfram í kjölfar þings. 

Dagskrá fundarins:

Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks og Ólympíusviðs ÍSÍ talar um afreksstefnugerð.
Drög að afreksstefnu ÍSS kynnt og starfið sem figgur fyrir
Almennar umræður


Þrátt fyrir stuttan fyrirvara, sem orsakaðist af erfiðleikum með að fá aðstöðu með fjarfundarbúnaði, eru allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér ferlið og þá vinnu sem fyrir liggur og það er okkar einlæg ósk að sem flestir geta séð sér fært að koma. 


Með Kveðju


Stjórn ÍSS