Karfan er tóm.
Víkingar leika örlagaleik gegn SR í Laugardalnum. Ásynjur fá SR í heimsókn norður. Helgarmót
hjá 3. flokki í Laugardalnum.
Tveir leikir eftir í karlaflokki - Víkingar verða að vinna báða
Aðeins tveir leikir eru eftir í
deildarkeppninni hjá körlunum. SA Víkingar eiga eftir að leika gegn SR og Húnum og þurfa sex stig úr þessum leikjum til að komast í
úrslitakeppnina. Allir sénsar eru búnir, ekkert rúm til að misstíga sig og aðeins eitt sem kemur til greina í Laugardalnum í kvöld:
SIGUR!
Leikur SR og SA Víkinga hefst kl. 20.00. Við höfum ekki upplýsingar um það hvort bein lýsing verður frá leiknum, en komum þeim upplýsingum á framfæri hér þegar leikur hefst. Væntanlega klikkar mbl.is ekki frekar en fyrri daginn.
Lokaleikur Víkinga er svo gegn Húnum í Egilshöllinni og er sá leikur á dagskrá laugardaginn 3. mars. Mynd Sigurgeirs Haraldssonar er úr leik Víkinga og SR í Skautahöllinni á Akureyri.
Síðasti deildarleikurinn í kvennaflokki
Ásynjur fá SR í heimsókn í Skautahöllina á Akureyri í
kvöld og hefst leikurinn kl. 22.00. Í kvennaflokki eru úrslit deildarkeppninnar ráðin, Ásynjur hafa þegar tryggt sér efsta sætið. Ynjur
koma næstar og þá Björninn. Þetta þýðir að sameinað lið SA mætir Birninum í úrslitakeppninni. Það verður
hins vegar hlé á kvennahokkíinu hér heima eftir að deildarkeppninni lýkur því þá heldur landsliðið til Seoul í
Suður-Kóreu þar sem liðið tekur þátt í HM kvenna. Úrslitakeppnin fer svo fram eftir að landsliðið kemur heim úr þeirri
ferð. Mynd Elvars Freys Pálssonar er úr leik Ásynja og Ynja, sem sameina munu krafta sína í úrslitakeppninni gegn liði Bjarnarins.
Staðan í deildarkeppni kvenna.
Helgarmót hjá 3. flokki
Núna um helgina fer einnig fram helgarmót í 3. flokki í Skautahöllinni í Laugardal. SA á leiki á laugardag kl. 18.15 gegn SR og kl. 20.00 gegn
Birninum og síðan á sunnudagsmorgun kl. 8.00 gegn SR og 9.45 gegn Birninum.