Karfan er tóm.
Þó enn sé hásumar er farið að kólna í Skautahöllinni. Frystivélarnar hafa verið settar í gang og munu skautadeildir félagsins hefja sitt starf næsta mánudag með skautaskólum og æfingabúðum fyrir sína iðkendur en nánari upplýsingar um þá starfsemi má finna hér á heimasíðunni.
Æfingar hjá öllum deildum munu síðan hefjast samkvæmt æfingatöflum mánudaginn 30. ágúst og fyrst almenningstíminn verður milli kl. 13 - 15 miðvikudaginn 1. september.
Deildirnar hafa gengið frá sínum þjálfaramálum fyrir veturinn og hefur Iveta verið ráðin aðalþjálfari hjá listhlaupadeild og Sarah og Josh hjá íshokkídeild.
Verðskrá skautahallarinnar verður óbreytt frá síðasta tímabili, þ.e. verð á skerpingu, aðgangseyri, skautaleigu og kortum verður óbreytt. Jafnframt verður opnunartími hallarinnar óbreyttur.
Skemmtilegur vetur er framundan með fjölbreyttu og líflegu starfi í Skautahöllinni.