Karfan er tóm.
Strákarnir í U18 landsliðinu gerðu sér lítið fyrir og burstuðu lið gestgjafanna 10-1! (6-1)(2-0)(2-0). Guðmundir Guðmundsson opnaði markareikning liðsins og Gauti Þormóðsson fylgdi í kjölfarið með 3 mörk í röð í fyrsta leikhluta eða svokallað "natural hat-trick" Patrick Ericsson og Jón Úlfar Andrésson bættu við mörkum fyrir lok fyrsta leikhluta.
Tölfræðilegt yfirlit um framgang leiksins er hægt að finna hér. Það er rétt að benda á að strákarnir eru búnir að leika við tvö sterkustu liðin í keppninni og hafa nú lagt að velli það lið sem virðist veikast, en Rúmenar töpuðu 3-0 fyrir Mexikóum og 8-3 fyrir Litháum. Íslensku strákarnir spila við Litháa í dag og Mexikóa á sunnudag. Miðað við úrslit annarra leikja er líklegt að strákarnir geti náð góðum úrslitum í þessum leikjum.
Það er gaman að skoða tölfræðina yfir frammistöðu einstakra leikmanna fram til þessa. Sem stendur er Gauti Þormóðsson markahæsti leikmaður mótsins og jafnframt sá stigahæsti (mörk + stoð). Birkir Árnason og Úlfar Jón Andrésson eru í 2 til 4 sæti yfir leikmenn með besta plús/mínus skor. Ómar Smári Skúlason er í öðru sæti yfir markmenn mótsins með 87,23% skota varin. Patrick Ericsson er stigahæsti varnarmaðurinn. Við óskum drengjunum til hamningju með frábæra frammistöðu til þessa! ÁFRAM ÍSLAND!