Karfan er tóm.
Sunna Björgvinsdóttir og lið hennar Södertälje tryggði sér sigur í Sænsku Allsvenskudeildinni norður um helgina með tveimur sigrum á Malmö Redhawks. Södertälje er þá komið í úrslitaeinvígi um sæti í sterkustu íshokkí kvennadeild Evrópu, SDHL, en þar mætir liðið HV71.
Sunna átti stórleik í fyrri leiknum gegn Malmö og bar lið sitt á herðum sér þar sem hún skoraði 3 mörk og lagði upp það fjórða í 5-2 sigri og átti einnig góða leik í gær þar sem hún lagði upp fyrsta mark leiksins í 4-0 sigri. Sunna hefur verið einn albesti leikmaður Allsvenskudeildarinnar í vetur og mun mæða mikið á henni í úrslitaeinvíginu gegn HV71 sem endaði í næst neðsta sæti SDHL deildarinnar.
Katrín Rós Björnsdóttir og lið hennar í Örebro datt út í undanúrslitum í hinum helmingi Allsvenskudeildarinnar en þar komst Färjerstad í úrslitaeinvígið og mætir Leksand.
Fyrstu leikirnir í Playoff till SDHL eins og úrslitaeinvígið er kallað í Svíþjóð er á fimmtudag en þá mætast liðin á heimavelli Södertälje en vinna þarf 2 leiki til að sigra einvígið. Það er hægt að horfa á leikina í gegnum svenskhockey.tv gegn vægu gjaldi.