Karfan er tóm.
Íslenska kvennalandsliðið tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á HM í morgun. Sarah Smiley getur ekki hætt að
skora.
Króatíska liðið komst í 2-0 í fyrsta leikhluta og svo 3-0 í öðrum áður en Sarah Smiley og Steinunn Sigurgeirsdóttir minnkuðu
muninn í 3-2, en aftur komu tvö króatísk mörk og staðan 5-2 í lok annars leikhluta. Sarah Smiley minnkaði muninn í 5-3 í upphafi
þriðja leikhluta og aftur skömmu síðar, en þar við sat og Króatar sigruðu með einu marki og geta væntanlega þakkað það
góðri byrjun liðsins.
Það voru Sarah Smiley og Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir sem sáu um markaskorun og stoðsendingar íslenska liðsins í dag.
Mörk/stoðsendingar
Sarah Smiley 3/1
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 1/1
Varin skot: 34
Refsingar: 16 mínútur
Króatíska liðið fékk 10 mínútur í refsingar. Markvörður þeirra varði 22 skot.
Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu
mótshaldara, þar sem meðal annars er bein atvikalýsing og svo leikskýrslan sjálf.
Þriðji leikur liðsins verður gegn Suður-Kóreu á morgun, fimmtudag, og hefst hann kl. 14.30 að íslenskum tíma.
Og Lars fór með liðið í gönguferð
Á vef ÍHÍ er dagbók fararstjóra og þar er meðal annars þessi skemmtilega klausa: "Eftir hádegismat fór allur hópurinn í gönguferð
í bæinn, tímasetning sérstaklega valin af eina karlmanni hópsins en það var einmitt Siesta og allar búðir lokaðar nema apótek og
matvörubúð ;-) Þannig náðist hópurinn fljótt og vel saman aftur og haldið var upp á hótel í hvíld."
Lars veit hvað hann syngur.