Tap gegn Suður-Kóreu

Anna Sonja skoraði mark Íslands. Mynd: EFP
Anna Sonja skoraði mark Íslands. Mynd: EFP


Gestgjafarnir höfðu betur eftir framlengingu og vítakeppni.

Stelpurnar okkar voru heldur sterkari aðilinn í leiknum að því er fram kemur í umfjöllun á vef ÍHÍ, en leikurinn þó í heild jafn. Suður-Kórea komst yfir með marki á annarri mínútu í öðrum leikhluta, en Anna Sonja Ágústsdóttir jafnaði í lok annars leikhluta eftir stoðsendingu frá Söruh Smiley. Ekkert var skorað í þriðja leikhluta og ekki heldur í framlengingu og því þurfti að grípa til vítakeppni.

Í vítakeppninni höfðu þær suður-kóresku betur, 1-0.

Tölfræðina um leikinn má sjá hér. Upplýsingar um mótið í heild má finna hér.

Næsti leikur Íslands verður gegn Póllandi á þriðjudag og hefst leikurinn kl. 16.30 að staðartíma í Suður-Kóreu, eða kl. 7.30 á þriðjudagsmorguninn að íslenskum tíma. Stelpurnar leika síðan gegn Suður-Afríku á fimmtudag og Spáni á föstudag.