Tap í Egilshöllinni

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (18.03.2014)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (18.03.2014)


Húnar leiða einvígið gegn Jötnum eftir 4-2 sigur í Egilshöllinni í gærkvöldi. Annar leikur liðanna verður á laugardaginn í Skautahöllinni á Akureyri. Mikilvægt að áhorfendur mæti og láti í sér heyra. 

Sigurður Reynisson heldur áfram að opna markareikninginn í leikjum í úrslitakeppni. Hann kom Jötnum yfir eftir rúmlega fimm mínútna leik, en Húnar jöfnuðu skömmu síðar. Húnar bættu svo við öðru markinu á lokasekúndum fyrsta leikhluta.

Í öðrum leikhluta var óþarflega mikil traffík í refsiboxunum, en minna um að pökkurinn fyndi leið í mark. Eina mark leikhlutans skoruðu Húnar og komust í 3-1.

Sigurður Reynisson skoraði svo aftur fyrir Jötna í upphafi þriðja leikhluta og minnkaði muninn í 3-2, en síðasta mark leiksins skoraði Thomas Nielsen fyrir Húna. Úrslitin: Húnar - Jötnar 4-2 (2-1, 1-0, 1-1).

Mörk/stoðsendingar
Húnar
Thomas Nielsen 2/1
Andri Helgason 1/0
Viktor Ólafsson 1/0
Brynjgar Bergmann 0/3
Arnar Elvar 0/1
Refsimínútur: 24
Varin skot: 20

Jötnar
Sigurður Reynisson 2/0
Jón Benedikt Gíslason 0/1
Sigurður Freyr Þorsteinsson 0/1
Refsimínútur: 12
Varin skot: 28

Húnar leiða því einvígið, 1-0, en tvo sigra þarf til að hampa Íslandsmeistaratitli B-liða. Annar leikur liðanna fer fram í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag og hefst kl. 17.

Hér skal endurtekið það sem hamrað hefur verið á í umfjöllun um hokkíleiki vetrarins: Stuðningur áhorfenda skiptir máli! Jötnar geta tryggt sér oddaleik með því að vinna á laugardaginn, og áhorfendur geta átt þátt í því.

Atvikalýsingin.