Tap í Grafarvoginum

Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Ásynjur töpuðu sínum fyrsta leik í vetur þegar þær heimsóttu lið Bjarnarins.

Leikmenn Bjarnarins höfðu betur og sigruðu 4-3 gegn mjög fáskipuðu liði Ásynja, sem gátu aðeins mætt með níu leikmenn að því er fregnir herma.

Mörk Ásynja skoruðu þær Anna Sonja Ágústsdóttir (2) og Arndís Sigurðardóttir (1). Mörk Bjarnarins skoruðu Flosrún Vaka Jóhannesdóttir, Steinunn Sigurgeirsdóttir og Hanna Rut Heimisdóttir (vitum ekki fjórða markaskorara Bjarnarins). 

Ásynjur halda síðan í Laugardalinn í kvöld og mæta þar liði SR kl. 20.15.

SA Ynjur eru efstar í deildinni með 21 stig eftir tíu leiki, SA Ásynjur eru með 18 stig að loknum sjö leikjum, Björninn er kominn í 12 stig að loknum tíu leikjum, en SR er enn án stiga.

Staðan í deildinni á vef IHI.