Karfan er tóm.
Á braut tvö léku Garpar og Skyttur. Garpar byrjuðu betur og unnu fyrstu þrjár umferðirnar 2 - 1 - 1- áður en Skyttur náðu að svara fyrir sig. Skyttur héldu uppteknum hætti og unnu fimmtu umferð með 3 steinum og jöfnuðu leikinn 4 - 4. Skyttur áttu innsta stein fyrir síðasta stein Garpa í sjöttu umferð en Görpum mistókst að leggja stein inn og unnu Skyttur því leikinn 5 - 4. Hinn leikurinn var á milli Víkinga og Riddara. Víkingar skoruðu 3 í fyrstu umferð og Riddarar 2 í næstu. Síðan komu 1 - og 1 hjá Víkingum og þeir komnir í vænlega stöðu 5 - 2. Riddarar náðu 1 í fimmtu umferð og Víkingar enduðu með að ná einum í sjöttu og sigra leikinn 6 - 3. Leikur Üllevål og Fífa var leikin á miðvikudag eins og áður hefur komið fram og sigraði Üllevål þann leik 6 - 5. Mammútar þurftu að fá frestun á sínum leik við Svartagengið þar sem flensa herjar á hálft liðið. Sá leikur verður spilaður miðvikudaginn 25. febrúar. Öll liðin nema Svartagengið og Mammútar hafa tapað leik í mótinu og staðan þannig núna að öll liðin eru með 2 stig nema Riddarar sem hafa tapað báðum leikjum sínum. Staðan á úrslitablaðinu er sett upp miðað við skotkeppnina en hún er ekki marktæk ennþá þar sem einum leik var frestað og mótið rétt hafið. Skortaflan HÉR