Fimm gullverðlaun á Bikarmóti ÍSS

Mynd: Ási, frá Vormót SA 2013
Mynd: Ási, frá Vormót SA 2013


Þær Pálína Höskuldsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir, Aldís Kara Bergsdóttir, Rebekka Rós Ómarsdóttir og Kolfinna Ýr Birgisdóttir unnu sína flokka í Bikarmóti ÍSS um helgina. SA-stelpur náðu sér í alls átta verðlaun.

Hátt í 70 keppendur tóku þátt í mótinu sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Eins og áður segir unnu keppendur frá Skautafélagi Akureyrar til fimm gullverðlauna, en auk þess náðu þrjár í silfurverðlaun. Þess má geta að tvær af fremstu skautastelpum SA, þær Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir og Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, tóku ekki þátt í mótinu vegna meiðsla, en þær fara sjaldan heim af móti án verðlauna.

Árangur SA-stúlkna í einstökum flokkum (ef smellt er á heiti flokks opnast síða með úrslitum).

Unglingaflokkur B
4. Guðrún Brynjólfsdóttir

Stúlknaflokkur A
2. Emilía Rós Ómarsdóttir 62,60
4. Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir 53,00

Stúlknaflokkur B
1. Pálína Höskuldsdóttir 28,48
2. Harpa Lind Hjálmarsdóttir 27,81

12 ára og yngri B
4. Eva Björg Halldórsdóttir 15,86

10 ára og yngri A
1. Marta María Jóhannsdóttir 28,78

10 ára og yngri B
1. Aldís Kara Bergsdóttir 17,12
5. Anna Karen Einisdóttir 12,01

8 ára og yngri A
1. Rebekka Rós Ómarsdóttir 21,87

8 ára og yngri B
1. Kolfinna Ýr Birgisdóttir 13,58
2. Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir 13,05