Þriðja framlengingin í röð, sigur og silfur


Íslendingar lögðu Ísraela í lokaleik sínum í II. deild A á Heimsmeistaramótinu í íshokkí karla og tryggðu sér silfurverðlaun á mótinu. Fóru í framlenginu þrjá leiki í röð, unnu tvo þeirra í vítakeppni. 

Ísraelar komust yfir eftir tæpar fimm mínútur, en Íslendingar svöruðu með tveimur mörkum skömmu seinna. Ísraelar náðu svo að jafna fyrir lok fyrsta leikhluta og komust svo yfir snemma í öðrum. Það var svo ekki fyrr en innan við þrjár mínútur voru eftir af leiknum sem Íslendingar jöfnuðu og staðan 3-3 eftir þriðja leikhluta. Þriðji leikurinn í röð sem fer í framlengingu hjá Íslendingum. Vel nýttur ístími! Ekkert var skorað í framlengingunni, en Íslendingar tryggðu sér aukastigið í vítakeppni. Lokatölur: Ísland - Ísrael 4-3 (2-2, 0-1, 1-0, 0-0, 1-0).

Með sigrinum eru Íslendingar komnir með níu stig og hafa þar með tryggt sér silfurverðlaun á mótinu. Frábær árangur!

Akureyringarnir voru ekki á meðal markaskorara í dag, en Jón B. Gíslason átti stoðsendingu.

Bein atvikalýsing
Lýsing mbl.is
Leikskýrslan
Staðan