Þriðjudagsmorgunæfing

Morgunæfingin verður með breyttu sniði á morgun. Hópnum verður skipt í tvennt. Aðeins þeir sem keppa um næstu helgi á Haustmótinu skulu mæta. Sjá lesa meira.

 

Hóparnir skulu mæta stundvíslega kl. 06:00 á æfingu.

 

Hópur 1 fer á svellið kl. 06:15-06:50 og eftir það fer hópur 1 úr skautum og teygir á í 15 mín og æfir vogarsamsetninguna afís og prógrammið sitt á gólfi.

Hópur 2 skokkar í 10 mín og teygir svo á í 15 mín, æfir svo vogarsamsetninguna afís og prógrammið sitt á gólfi til kl. 06:45, hópur 2 fer svo á ísinn 06:50-07:30.

 

Hópur 1: Novice A (Helga, Birta, Elva, Urður, Kolla), Junior B (Ólöf, Karen, Fjóla, Rakel, Andrea Rún), 10 A (Sara, Hulda, Gugga)

Hópur 2: Novice B (Aldís, Alma, Urður, Andrea) 10 og 12 ára og yngri B (Emilía, Begga, Arney, Hrafnhildur, Lára, Hrafnkatla, Guðrún)

 

Ekki gleyma að fara snemma að sofa, þið þurfið a.m.k. að ná 8 klst. svefni, verðið að fara að sofa ekki seinna en kl. 09:30!!! :)