Tímabilið komið í fullan gang

Nú er Hokkíveturinn hafinn af fullum krafti. Á síðust tíu dögum hefur allur undirbúningur og uppröðun gengið yfir og æfingar eru komnar í fastan farveg.

Starfið hjá SA verður með sambærilegum hætti og síðustu ár þ.e. 2 lið í meistaraflokki karla, 2 lið í meistaraflokki kvenna, 3.fl., 4.fl., 5.fl., 6.fl., 7.fl., byrjendur, OldBoys og Valkyrjur. Eini munurinn er að 2.fl. er ekki leikinn sér heldur er hann felldur inn í Jötna í okkar tilviki og gefst þeim því tækifæri til að leika fleiri leiki í vetur og meira krefjandi sem ætti að gera þeirra tímabil meira spennandi. Sarah er áfram með okkur eins og fyrri ár. Þjálfara mál í meistaraflokkunum eru meira á huldu en verið er að vinna í að finna þjálfara, en á meðan hefur Ingvar Þór Jónsson verið settur þjálfari þar til annar finnst. Hér til vinstri í "valmyndinni" er búið að uppfæra Æfingatöfluna, Mótaskránna og Flokkaskiptinguna. Varðandi Mótaskránna þá er hún birt með fyrirvara um breytingar sem kunna að koma frá Skautahöllunum á hverjum stað en vinna er í gangi hjá þeim að fara yfir málin. 

Ný stjórn var kosin á síðasta aðalfundi og hana skipa:

Ólöf Björk Sigurðardóttir, Formaður

María Stefánsdóttir, Ritari

Ari Gunnar Óskarsson

Elísabet Ásgrímsdsdóttir

Reynir Sigurðsson

Sæmundur Leifsson