Karfan er tóm.
Þrír leikmenn SA-verða í eldlínunni með U-20 landsliðinu næstu vikuna á Heimsmeistaramótinu.
Landslið Íslands skipað leikmönnum undir 20 ára aldri er á leið til Belgrad í Serbíu þar sem liðið tekur þátt í B-riðli 2. deildar Heimsmeistaramótsins. Í hópnum eru þrír leikmenn SA, þeir Einar Eyland, Jóhann Már Leifsson, Hafþór Andri Sigrúnarson. Þá er Ingólfur Tryggvi Elíasson, sem áður lék með SA en er núna hjá Mjölby-liðinu í Svíþjóð, einnig í landsliðinu. Við eigum svo einnfulltrúa enn í hópnum því Leifur Ólafsson er tækjastjóri liðsins.
Leikir Íslands (íslenskur tími):
Laugardagur 12. janúar kl. 11.00: Ísland - Belgía
Sunnudagur 13. janúar kl. 11.00: Ísland - Ástralía
Þriðjudagur 15. janúar kl. 14.30: Ísland - Eistland
Fimmtudagur 17. janúar kl. 14.30: Ísland - Suður-Kórea
Föstudagur 18. janúar kl. 18.00: Ísland - Serbía
Allar upplýsingar má nálgast á heimasíðu mótsins.