U20 geta náð 3. sætinu, leika gegn Serbum í kvöld

Mynd: Elvar Freyr Pálsson (16.10.2012)
Mynd: Elvar Freyr Pálsson (16.10.2012)


Eftir tvo sigurleiki gegn Belgíu og Ástralíu mættu Íslendingar tveimur sterkustu liðum deildarinnar, fyrst Eistlendingum og síðan Suður-Kóreumönnum á HM U20 sem fram fer í Serbíu. Jóhann Már Leifsson með mark eftir 29 sekúndur gegn Suður-Kóreu. Íslenska liðið getur náð þriðja sætinu í deildinni með sigri á Serbum í kvöld.

Fyrir leikinn gegn Íslandi höfðu Eistlendingar ekki fengið á sig mark, unnið 8-0 og 9-0, þannig að Íslendingar voru fyrstir til að skora mark hjá þeim, en þurftu þó að játa sig sigraða, úrslitin 1-12 (1-3, 0-2, 0-7).

Suður-Kóreumenn eru á toppnum ásamt Eistlendingum, en bæði þessi lið hafa unnið alla fjóra leiki sína til þessa og þegar þetta er skrifað (eftir hádegi á föstudegi) eigast þessi lið við í lokaumferðinni. Íslendingar mættu Suður-Kóreu í gær og töpuðu 1-5 (1-2, 0-2, 0-1). Eina mark Íslands skoraði Jóhann Már Leifsson eftir aðeins 29 sekúndna leik. 
Leikskýrslan: http://stats.iihf.com/Hydra/323/IHM323911_74_3_0.pdf

Íslendingar mæta síðan Serbum í kvöld og geta með sigri tryggt sér 3. sætið í deildinni. Íslendingar eru með 6 stig fyrir leikinn, en Ástralir og Serbar með þrjú. Ástralir mæta Belgum, sem tapað hafa öllum leikjum sínum til þessa.

Úrslit allra leikja og staðan.

Dagbókarfærslur fararstjóra má finna á vef ÍHÍ.